FJÁRMÖGNUN
Okkar dýrmætu og löngu reynslu við fjármögnun hvort heldur með lánsfé eða eigið fé nýtum við fyrir okkar viðskiptavini. Ráðgjafar ARCUR hafa umtalsverða reynslu af fjármögnun fasteignatengdra verkefna, innviðaverkefna og fjármögnun fyrirtækja sem og opinberra aðila.
INNVIÐAVERKEFNI
Við tökum þátt í að gera gott samfélag betra. Þess vegna eru innviðaverkefni á Íslandi sérstakt áhugamál. Þörfin er gríðarleg og við finnum leiðir til að leysa stór verkefni.
HLUTAFÉ
Fyrirtæki í hröðum vexti þurfa aukið hlutafé. Við erum stolt af árangri okkar við öflun hlutafjár, hvort sem það nær til nýsköpunarfyrirtækja eða fyrirtækja sem vilja endurfjármagna starfsemi sína.
SKULDABRÉF
Eins leiðinlegt og orðið skuldabréf hljómar þá er þrælskemmtilegt og gefandi að strúktúra skuldabréf og aðstoða fyrirtæki í fjármögnun.
BRÚARFJÁRMÖGNUN
Stundum þarf fjármagn í stuttan tíma og við getum aðstoðað við það.
FASTEIGNAVERKEFNI
Það er eitthvað undarlega skemmtilegt við fasteignatengd verkefni. Við höfum komið að fjölmörgum slíkum verkefnum, allt frá samþykktarferli við undirbúning nýrra bygginga til öflunar eigin fjár, framkvæmdafjármögnunar og langtímalána.