INNVIÐIR
Þörf er á mikilli uppbyggingu innviða hér á landi þar sem þörf kann að vera á aðkomu fleiri aðila en hins opinbera. Hér má nefna fjárfestingu í innviðum eins og vegakerfi, borgarlínu, virkjunum, brúarvirkjum, flugvöllum og fjarskiptum, sem og sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, skólum og öðrum samfélagslegum byggingum.
Uppbygging innviða er eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnar Íslands. Í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er áætluð uppsöfnuð þörf innviða um 14% af landsframleiðslu, eða rúmlega 400 milljarðar króna. Í samgönguáætlun fyrir 2020-2034 er m.a. gert ráð fyrir fjármögnun samgöngumannvirkja með samvinnuverkefnum. Í því felst samvinna opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og rekstur. Þessi leið getur hentað við nýframkvæmdir eins og Axarveg, jarðgöng í Reynisfjalli, brúarsmíði, tvöföldun Hvalfjarðarganga, gerð Sundarbrautar, jarðgangna og fleira.
Dótturfélag ARCUR er Innviðafélag Íslands.