top of page

INNVIÐIR

Framundan er mikil uppbygging á innviðum hér á landi með aðkomu fleiri aðila en hins opinbera.  Má þar á meðal má nefna fjárfestingu í innviðum eins og vegakerfi, borgarlínu, virkjunum, brúarvirkjum, flugvöllum og fjarskiptum, sem og sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, skólum og öðrum samfélagslegum byggingum.  

 

Uppbygging innviða er eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnar Íslands.  ARCUR fagnar því og ætlum okkur að taka virkan þátt í þeirri vegferð.  Í nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins er áætluð uppsöfnuð þörf innviða um 14% af landsframleiðslu, eða rúmlega 400 milljarðar króna. Í samgönguáætlun fyrir 2020-2034 er opnað á fjármögnun samgöngumannvirkja með samvinnuverkefnum eða svokallaðri PPP-leið (e. Public Private Partnership), þ.e. samvinna opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun, framkvæmdir og veghald á tilteknum köflum þjóðvega. Þessi leið hentar t.d. vel í nýframkvæmdum t.d. Axarvegur, jarðgöng í Reynisfjalli, ný brú og vegir við Hornafjarðarfljót, brú yfir Ölfusá, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Sundarbraut og fleira.  

Sjá nánar á heimasíðu Innviðafélags Íslands, www.innvidafelag.is

Golf-1-15.jpeg
svipmyndir20-samvinnavegnakorona-a.jpeg
Wind turbine
bottom of page